fyrir 4
fyrir sinnepssósu:
4 tsk Dijonsinnep (með trufflum)
3 msk rjómi
hrært saman í skál
800 g kálfasnitselsneiðar
smjör eða önnur feiti til steikingar
safinn úr truffludósinni (um 50 g)
6 msk kjötgljái (notuðum hamborgarhryggsgljáa)
50 g trufflusveppir, smátt saxaðir
salt
pipar
Skerið kálfakjötið í strimla, ca 2 cm breiða. Steikið á heitri pönnu í eina mínútu (snúa við eftir hálfa). Takið kjötið af pönnunni og haldið heitu en skiljið safa sem myndast við steikinguna eftir á pönnunni. Setjið trufflusafann og kjötgljáann saman við kjötsafann og sjóðið niður við góðan hita í 2-3 mínútur.
Setjið matskeið af sinnepssósu á hvern disk (ekki sakar að hita diskana aðeins), þá fjórðunginn af kálfastrimlunum í fallegan pýramída yfir sinnepssósuna, stráið trufflusveppunum yfir og dreypið síðast kjötsoðsósunni hringinn í kring um kjötpýramídann.
Hvetjið gesti ykkar endilega til að lyfta diski að nefi til að njóta ilmsins af trufflunum.
(Svo er væntanlega hægt að gera réttinn trufflulausan en kannski með öðrum góðum sveppum – það er jú 2010 ekki 2007. Örugglega gott samt!)
22. nóvember 2010
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli