18. júlí 2010

kartöflusalat

Impróviseraði kartöflusalat með frankfurterpylsunum í kvöld. Átti kartöflur við það að renna út, farnar að spíra smá (eða eiginlega alveg slatta) þannig að þær varð að nota.

5 stórar kartöflur
2 msk jómfrúrólífuolía
1 msk gott rauðvínsedik
1 tsk trufflusinnep (eða annað dijonsinnep)
salt
pipar
10-15 grænar ólífur
1 msk smár kapers

Kartöflur soðnar þar til meyrar, látnar kólna, afhýddar og skornar í fremur smáa teninga. Ólífuolía, rauðvínsedik, sinnep, salt og pipar hrist vel saman og hellt yfir kartöflurnar. Ólífur skornar í tvennt og þeim og kapers blandað við kartöflurnar. Dressing hellt yfir og hrært þannig að allt blandist vel saman.

Látið standa góða stund til að allt bragðið blandist vel.

(já já ég veit, þetta er frekar basic - mjög gott samt...)

Engin ummæli: