4. desember 2005

1.sti í Tæ: Tom ka (gai)

2 dósir kókósmjólk
1/2 l vatn
1 kg kjbringur (skornar í 2-3mm sneiðar)
6x2 cm galangalrót (skorin í 2-3mm sneiðar)
5 laukar (litlir ca. 3 cm í þvermál. Skornir í 6 báta.)
6 læmblöð (skorin í ca þrennt)
1/2 dl sykur (pálma eða venjulegur)
4 sítrónugrasstilkar (neðsti helmingur notaður, skáskorinn í ca 3cm lengjur. Hendið ystu blöðunum.)
1 tsk salt
fiskisósa
5 stilkar ferskt kóríander (til skrauts)
------------------
Verklýsing:
Sjóðið kókósmjólk og vatn og setjið niðurskorinn kjúkling útí ásamt galangal, sítrónugrasi og læmblöðum. Þegar kjúklingur er gegnumsoðinn bætið sykri og salti varlega útí og smakkið. Má vera minna og meira. Sjóðið í 40 mín (eða svo..). Setjið lauk útí og sjóðið í 20 mín í viðbót. Bætið fiskisósu útí eftir smekk. Setjið niðurskorið kóríander (með stilkum)útí rétt áður en rétturinn er borinn fram.