Þetta er mjög gott og tekur ekki langan tíma að matreiða.
2 litlir kúrbítar
4 hvítlauksrif
olía
salt
pipar
parmesanostur
makkarónur (ekki svona litlar og fljótsoðnar sem maður setur í typpasúpu, heldur stórar og feitar)
Ég byrjaði á því að setja vatn í pott til að sjóða pastað í.
Maður rífur kúrbítinn með rifjárni. Það er gott að leggja nokkur lög af eldhúspappír undir, pappírinn dregur í sig safann úr kúrbítunum. Svo hitar maður olíu í pönnu (u.þ.b. botnfylli) og steikir hvítlaukinn á meðalháum hita í smá stund (þangað til að hann byrjar að verða brúnn) og setur kúrbítinn á pönnuna. Ég bætti smá olíu við og lét þetta krauma á háum hita til að byrja með en svo meðalháum meðan ég sauð makkarónurnar. Salta og pipra.
Þegar makkarónurnar eru soðnar hellir maður vatninu af og blandar gumsinu saman við, ásamt u.þ.b. 2/3 bolla af parmesanosti. Svo hrærir maður duglega svo osturinn bráðni.
4. apríl 2009
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)