ekki að ég hafi aldrei sett hér inn aðalpastaréttinn :-O
Tagliatelle verdi alla Bolognese
úr Hundrað góðar pastasósur eftir Diane Seed
500 g grænt tagliatelle eða eggjapasta
150 g magurt beinlaust svínakjöt
150 g magurt beinlaust nautakjöt
2 msk ólífuolía
80 g smjör
1 meðalstór laukur
1 gulrót
1 leggur sellerí
100 g beikon
50 g nýjar ítalskar pylsur eða hreint pylsukjöt (nota hér pepperóní, helst sterkt)
1 glas hvítvín
1 msk tómatþykkni
1 vínglas af soði
salt, svartur pipar úr kvörn
0,75 dl rjómi
nýrifinn parmaostur (má sleppa)
Hakka kjötið í hnífakvörn (mixer) eða fá það hakkað í versluninni. Hita olíu og 50 g af smjörinu og setja saxaðan lauk, gulrót og sellerí út í ásamt smátt söxuðu beikoni. Láta malla hægt í um 10 mín, bæta þá við kjöti, pylsukjöti án skinns og víni. Sjóðið áfram í 10 mín. og hrærið í öðru hverju. Hræra tómatþykkni út í soð og bæta í pottinn. Hræra og krydda eftir smekk. Sjóða við vægan hita í 1 1/2 klst. Blanda rjómanum saman við og taka síðan pottinn af hitanum, en halda sósunni heitri. Sjóða pasta. Hita sósuna aftur og hræra út í hana smjörið sem eftir varð. Láta renna af pastanu, setja á heitt fat og bæta sósu við.
Þessi réttur er oft borinn fram án þess að sósu og pasta sé blandað saman, heldur er sósan höfð í pastanu miðju. Sennilega er best að bera réttinn þannig á borð í allri sinni dýrð, en hræra vel áður en skammtað er á diskana. Þeir sem vilja hafa ostinn með
6. apríl 2007
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)