5. september 2007

Sólberjabaka frá Alsace

Þessi er árlegur viðburður eftir sólberjatínslu hér á bæ. Mmmmh


Fylling:
250 g fersk sólber (eða önnur ber að vild)
5 msk sykur
1 dl rjómi
1 egg
1 eggjarauða

deig:
50 g smjör
60 g sykur
1 egg
60 g hveiti (gæti þurft meira)

einnig:
1 msk flórsykur
smjör til að smyrja formið

1. Skolið berin og látið renna af þeim. Stráið yfir þau 3 msk af sykri (þarf ekki við minna súr ber). Hitið ofninn í 175°

2. Hrærið vel saman smjöri og sykri. Hrærið egginu saman við og bætið hveitinu síðast við.

3. Smyrjið bökuform, dreifið deiginu jafnt um formið og upp á kantana.

4. Þeytið afganginn af sykrinum, rjóma, egg og eggjarauðu saman í skál. Raðið berjunum á bökubotninn og hellið sykurblöndunni yfir.

5. Bakist um 40 mínútur í miðjum ofni. Látið kólna örlítið og sigtið svolítinn flórsykur yfir.

Fer vel með ís eða þeyttum rjóma

Engin ummæli: