28. ágúst 2011

kryddað pastasalat

bjó til ansi gott pastasalat í kvöld, ættað frá Pioneer Woman í Ameríkunni.

Í það fóru:

500 g pastaskeljar
1/2 bolli mæónes (notaði nú bara Gunnars þó matarskríbentarnir í Fréttatímanum telji það ekki mæónes)
1/4 bolli léttmjólk (hún segir nýmjólk en ég átti ekki)
4 msk borðedik
1 1/2 tsk piparsósa
1/2 tsk salt
svartur pipar
1 bakki kirsuberjatómatar skornir í helminga á lengdina
250 g gouda skorinn í bita (átti að vera reyktur en svoleiðis fæst ekki svo glatt hér)
24 heil basilblöð

Sjóðið pastað og kælið undir kalda krananum.

Klippið baslið í ræmur.
Blandið saman mæónesi, mjólk, ediki, salti, pipar og piparsósu.

Hrærið saman pasta, tómötum og ostbitum í stórri skál, hellið sósunni yfir ásamt basli og látið standa í ísskáp í amk. klukkutíma.

Virkaði fínt sem (semi)léttur kvöldmatur hér á bæ, ásamt hvítlauksbrauði en væri örugglega líka hörkufínn í samskotapartí.

Hér er upprunalega uppskriftin.

13. ágúst 2011

Dásamlegur kryddjurtakjúklingur

4 kjúklingabringur
1 tsk allrahanda
1/2 tsk cayennepipar
1 tsk kanill
2 fínsaxaðir vorlaukar
2 greinar timjan
1-2 msk muscovadosykur eða púðursykur
1 msk matarolía
límónusafi eftir smekk/límónubátar til skrauts
ferskur kóríander til skrauts
maldonsalt

4 dl basmatigrjón
1 tsk chiliflögur
2 saxaðir vorlaukar
4 dl kókosmjólk
4 dl vatn
1 tsk salt

Blandið saman öllu kryddinu, sykrinum og lauknum, nuddið
kjúklingabringurnar vel upp úr blöndunni. Grillið kjúklinginn í ca 6
mínútur á hlið, eða þar til fulleldaður. Berið fram með límónubátum,
kóríander og kókosgrjónum

grjón:

Setjið grjónin, chiliflögurnar, laukinn og kókosmjólkina og vatnið saman í pott. Saltið og sjóðið eftir leiðbeiningum á pakka eða þar til grjónin eru meyr.