30. maí 2005

rækjur í gráðostasósu

ég var víst búin að lofa þessari...

Nú er svolítið misjafnt hvernig fjölskyldan býr til þennan, þeas hvernig gráðosturinn er meðhöndlaður en mér finnst best að gera þetta sirka svona:

1 dós sýrður rjómi (18%)
góður biti af gráðosti (fer eftir þoli)
perur úr dós + smá safi
rækjur
ristað brauð
svartur kavíar

Gráðosturinn bræddur og kældur. Sýrða rjómanum hrært saman við. Perur skornar í litla bita og hrært saman við, ásamt safa. Má ekki verða of þunnt.

Borið fram með rækjum og ristuðu brauði + kavíar til skrauts

Gráðostabragðið verður mjög milt og fínt, sýrði rjóminn dempar það. Ef maður vill öflugri ost má sleppa því að bræða hann, stappa bara saman við. Líka gott.

13. maí 2005

óhollustan uppmáluð

bragðaði þetta fyrst á veitingastað rétt hjá tónlistarháskólanum í Stuttgart.

ferskt ravioli (helst með gorgonsola, eða bara osti, ekkert svona kjötsull eða pestó)

10 til 15 blöð af ferskri salvíu látin krauma litla stund með hvítlauk í ríkulegu magni af smjöri.

hellt yfir ravioliið og saltað með grófu salti og piprað með nýmöluðum svörtum pipar og miklum parmesanosti dreift yfir.


Þetta er viðbjóðslega óhollt, en sjúklega gott og var í kvöldmatinn hjá mér áðan. Núna er ítalska expressóið (eins og það heitir á Kaffitári) tilbúið og dökka belgíska súkkulaðið bíður.

Ef skúringafatan væri ekki í Danmörku hefði verið fengið sér í síló ... svona til að setja punktinn yfir i-ið ....

8. maí 2005

af barnum

Ok ég veit að þetta er frekar mikið "two years ago" en Norðmenn eru frekar mikið tveim árum á eftir og kalúað var búið úr barnum svo ég varð að grípa til minna ráða svo einslítra rommflaskan sem ég var nýbúinn að opna myndi ekki byrja að skemmast:

MOJITO!!!!!!!

Það hefði kannski verið auðveldara að fara í mónópólið og kaupa kalúa heldur en að fara þrjár ferðir út í búð (sódavatn, sykur, læm) ... en úrþvíað ég var búinn að taka ákvörðunina varð að framkvæma hana. Fyrst þessi sem ég gerði, á eftir eitthvað sem á að vera besta mojito í heimi (frá einhverjum bar í Ósló, birt í Dagbladet), en það er einhvað læmdjússull í því svo ég trúi því nú varla að það sé gott, þar að auki er allt í sentilítrum í uppskriftinni en ég kann bara að mæla í desilítrum

mörg myntublöð (ég notaði piparmyntu, en maður á að nota spearmint, það er meira bragð af henni), 1 ms (hvítur) sykur og 1/4 lime í þunnum sneiðum marið saman í glasi lengi svo sykurinn leysist upp og myntan fari öll í kássu
Massi af kurluðum klaka ofaná + 1/2 dl af rommi (hvítt) og fyllt upp með sódavatni

Uppskriftin úr Dagbladet:

handfylli af myntulaufum
2 ts sykur
3 cl læmdjús
4 cl hvítt romm
sódavatn

Mynta, sykur og læmdjús marið/hrært saman í glasinu þangað til það kemur sterk lykt af myntunni, klakakurl og rommi bætt í og hrært og smá sódavatn útí. Svo á maður víst ekkert að vera að skreyta þetta með regnhlíf, en ef maður vill hafa grísaveislustemningu, finnst mér það bara allt í lagi!