3. apríl 2005

enn bætist a kjúklingalistann...

við vorum með alveg svakalega góðan kjúklingarétt í kvöld. Fer hér á eftir:

Sinnepssteiktar kjúklingabringur.

600 g kjúklingabringur
olía til steikingar
5 msk hveiti
2 msk sinnepskorn
1 egg, þeytt
1 tsk salt

sósa:
2 dl hrein jógúrt eða léttur sýrður rjómi
1 - 1 1/2 tsk grænt eða gult karrímauk
1/2 tsk cumin
salt og pipar

epli
hrísgrjón

Skerið bringurnar í meðalstóra bita. Steytið sinnepskornin létt í mortéli. Blandið helmingnum af hveitinu saman við sinnepsfræin og saltið. Setjið afganginn af hveitinu á disk. Veltið fyrst kjúklingabitunum upp úr hveiti, þá eggi og síðast sinneps/hveitiblöndunni. Brúnið bitana á heitri pönnu í smástund, setjið í 200° ofn í 10-15 mín (eftir stærð á bitum)

Hrærið öllu saman sem á að fara í sósuna, smakkið til með salti og pipar.

Skerið eplið í báta og steikið á pönnunni (ég notaði smá smjör þar), stráið yfir sinnepsfræjum.

Berist fram með hrísgrjónum.

Gerði þessar - þær voru ÆÐI!

Banana nut muffins

* 1 1/2 cup all purpose flour
* 1/2 cup wheat flour
* 2 teaspoons baking powder
* 1 teaspoon ground cinnamon
* 1/2 teaspoon baking soda
* 1/8 teaspoon ground nutmeg
* 2/3 cup coarsely chopped pecans
* 1 large egg
* 3/4 cup packed brown sugar
* 1 1/2 cup mashed bananas
* 6 tablespoons vegetable oil
* 1 teaspoon vanilla

Preheat the oven to 375 degrees. Grease a standard 12 muffin pan or line with paper cups. Whisk together the flour, wheat flour, baking powder, cinnamon, nutmeg, and salt. Stir in the chopped pecans. Whisk together in a separate bowl, the egg, brown sugar, bananas, vegetable oil, and vanilla. Add the flour mixture to the banana mixture and mix with a few light strokes just until the dry ingredients are moistened. Do not overmix; the batter should not be smooth.



Divide the batter among the muffin cups. Bake until a toothpick inserted in 1 or 2 of the muffins comes out clean, about 18 minutes. Let cool for 2 to 3 minnutes before removing from the pan. If not serving hot, let cool on a rack.

Var reyndar með heslihnetur en ekki pekan. Pekan örugglega líka góðar.

Svo bara að draga upp smjörið og ískalda mjólk og njóta..