eru allir búnir gersamlega að missa áhugann á þessu?
Þetta er samkvæmt beiðni Þorbjarnar:
Kálfakjöt Parmigiano (fyrir 4)
3 matskeiðar ólífuolía
1 laukur, smátt saxaður
3 hvítlauksgeirar, pressaðir
1 dós niðursoðnir hakkaðir tómatar
1 glas rauðvín (má sleppa)
1 dós niðursoðin tómatsósa
1/2 teskeið þurrkað timian
400-500 gr kálfakjöt í þunnum sneiðum
1 egg
1/3 bolli parmigiano reggiano, rifinn
1/3 bolli brauðrasp
1 kúla ferskur mozzarella ostur, skorinn í sneiðar
Salt og pipar
Steikið lauk og hvítlauk á pönnu, bætið svo tómötunum og salti og pipar við og sjóðið
niður í 10 mínútur. Bætið tómatsósunni rauðvíninu (ef vill) og timianinu saman við og sjóðið
áfram í 20 mínútur.
Hitið ofninn í 200 gráður.
Á meðan sósan sýður, undirbúið kjötið:
hrærið egg á diski og blandið saman brauðraspi og parmigiano osti á annan disk. Skiljið eftir
svolítið af ostinum. Veltið kjötinu upp úr egginu og brauðmylsnunni og brúnið létt á hvorri hlið.
Raðið sneiðunum á eldfast fat, raðið mozzarellaostinum ofan á og hellið sósunni yfir. Stráið
afgangnum af parmigiano ostinum yfir.
Bakið í 30 mínútur.
Gott er að hafa með ofnbakaðar kartöfluskífur og gott hrásalat.
11. febrúar 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
Takk kæra elskulega systir!
Býð tengdó upp á þetta í kvöld.
verðukkur að góðu :-)
klárt þetta er öllum opið! Ekki málið :-)
Skrifa ummæli