þetta er án efa einn besti matur sem ég hef eldað á mínum húsmæðraferli og eins og margir vita, that´s saying a lot! Uppskriftin er staðfærð úr Gestgjafanum, leyfi mér að setja hana hér þar sem ég gerði þónokkrar breytingar. En það er sama, takk Gestgjafi :D
Hráefni:
2 msk smjör
2 msk ólívuolía
200 gr blaðlaukur skorinn í sneiðar
1-2 hvítlauksgeirar saxaðir
250 gr kindalundir eða fille, má nota lamb ef hitt er ekki til (bara dýrara og minna bragð ;))
2-3 tómatar, fræhreinsaðir og saxaðir smátt
100 ml þurrt hvítvín
maldon salt
nýmalaður pipar
nokkrir þræðir saffran (má nota 1/4 tsk túrmerik í staðinn)
300 gr arborio grjón
1 l lamba- eða kjúklingasoð (notaði 50-50 þar sem ég átti bara einn lambakubb)
2 msk rifinn parmigiano ostur
nokkur blöð af basilíku, söxuð (ekki sleppa, gerði alveg bragðið!)
skerið kjötið í litlar, þunnar sneiðar, saltið og piprið og brúnið á pönnu í 1 msk olíu og geymið. Hitið kjötsoðið með saffronþráðunum að suðu og látið malla á lægsta hita.
Bræðið smjör og 1 msk olíu í þykkbotna potti og mýkið laukinn og hvítlaukinn, bætið svo hrísgrjónunum út í og hyljið með olíunni. Hellið hvítvíninu út í og látið gufa upp af. Bætið soðinu smám saman út í, 1/2-1 ausu í senn og látið gufa vel upp af á milli. Hér er algjörlega nauðsynlegt að hafa hvítvínsglas við hönd og góðan disk undir geislanum. Eftir um 10 mínútur bætið tómötunum og kjötbitunum út í og leyfið vökvanum af kjötinu að fylgja með, haldið svo áfram að bæta við vökva (um 15 mín í viðbót). Þegar hrísgrjónin eru búin að soga í sig allan vökvann er potturinn tekinn af og ostinum hrært saman við. Saltið og piprið eftir smekk, ég þurfti þó ekki að bæta neinu við. Stráið basilíkunni yfir og berið fram með restinni af hvítvíninu og meiri nýrifnum parmigiano.
ÓGEEEEEEEEÐslega gott og krakkarnir átu þetta upp til agna!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
hljómar veeel, prófum þetta. Var fólk í mat hjá ykkur?
neibb bara Kristín Sesselja, vinkona hennar Ragnheiðar.
Skrifa ummæli