10. nóvember 2010

ofnbakaðir kjúklingaleggir

hæ öll, stel hér miskunnarlaust af hinni góðu síðu southernfood.com.. hljómar það ekki vel? datt inn á þessa leggi um árið og geri þetta alltaf reglulega, einfalt og gott.

8 kjúklingaleggir þurrkaðir létt með eldhúspappír

blandið saman í poka:

2 msk hveiti
1 tsk kjúklingakryddi
1 tsk papriku
1/2 tsk karrí
1 tsk grófu salti
1/2 tsk nýmöluðum pipar

Bræðið 1-2 msk smjör, takið eldfast fat, klæðið það að innan með álpappír og smyrjið ca helmingnum af smjörinu í botninn.

takið leggina, 2 í einu og veltið upp úr hveitiblöndunni og raðið í fatið.

dreypið svo restinni af smjörinu yfir kjúklinginn.

Inn í ofn við 200° í 45 mínútur. Eftir hálftíma er gott að snúa leggjunum svo þeir brúnist báðum megin.

Með þessu höfum við svo kartöflubáta sem fá að malla með í ofninum og gott salat.

2 ummæli:

Hallveig sagði...

hér er svo upphaflega uppskriftin: http://southernfood.about.com/od/ovenfriedchickenrecipes/r/bl30223o.htm

soldið fyndið að ég skuli elda 6-8 leggi fyrir okkur þrjú en hér er talað um 20-24 leggi fyrir fjóra :D hahaha

Nafnlaus sagði...

jamm kaninn kann þetta ;) Ég reyndar elda alltaf tvo pakka af leggjum (hvað er það, 16 leggir?) fyrir okkur 5 - en það er líka til að eiga afgang daginn eftir...

Prófa þetta pottþétt.