30. september 2010

tómatcrostini

Stel þessu af JSB vefnum án þess að skammast mín hætishót - besta svona brauð sem ég hef á ævi minni smakkað:


Tómatcrostini (fyrir 4)

Hráefni:
1 dós saxaðir niðursoðnir tómatar
4 tómatar
1 búnt ferskt basilikum og örlítið til skrauts
1/2 dl fersk steinselja og örlítið til skrauts
1/2 dl ólífuolía
2-3 hvítlauksrif
1/2 tsk. salt
Svartur pipar
1 stór mozzarellaostakúla eða rifinn góður brauðostur
1 baguette eða 4 lítil ciabatta brauð

Aðferð:
1. Stillið ofninn á grill
2. Hellið niðursoðnu tómötunum í sigti og látið vökvann renna vel af þeim
3. Skerið fersku tómatana í grófa bita
4. Takið fram skál og blandið niðursoðnu tómötunum saman við þá fersku
5. Saxið basilikum og steinselju
6. Setjið basilikum og 1/2 dl af steinselju saman við
7. Skiptið baguette í fernt og kljúfið síðan hvern hleif í sundur
8. Pressið hvítlauksrifin út í ólífuolíuna. Setjið helminginn saman við tómatablönduna og penslið síðan brauðin með afganginum.
9. Grillið brauðin þar til þau verða gullin
10. Saltið og piprið tómatablönduna skiptið henni síðan niður á brauðin
11. Skerið mozzarellaostinn í u.þ.b. 8 sneiðar og raðið þeim ofan á brauðin
12. Grillið það til osturinn hefur tekið lit
13. Raðið á fat eða forréttadiska og stráið steinselju og basilikum yfir

Engin ummæli: