17. nóvember 2008

lasagna

hæ allir, gerði svo rosalega gott lasagna í gær að ég ætla að henda því hér inn.. kjötsósan er staðfærð frá Nönnu Rögnvaldar en restin er mín!

Lasagna:

Kjötsósa:
500 gr nautahakk
1 gulrót
1 sellerístöngull
1 laukur
4 hvítlauksrif
1 grein ferskt rósmarín
Smávegis ferskt timian (bara af því ég átti það, má alveg vera þurrkað)
1 msk þurrkað oregano
1 tsk ítölsk kryddblanda
2 tsk sykur
2 tsk maldonsalt
3 lárviðarlauf
Slatti af nýmöluðum pipar
2 dósir tómatar
1 dós tomato puree
2 msk ólífuolía
Vatn eftir þörfum

Ostasósa:
2 msk smjör
2 msk hveiti
500 ml léttmjólk
1 msk philadelfia light
150 gr rifinn mozzarella ostur
½ tsk Maldon salt
múskat á hnífsoddi
Nýmalaður pipar

Lasagna plötur eftir þörfum
rifinn parmigiano reggiano
50 gr rifinn mozzarella ostur

Aðferð:
Maukið saman lauk, hvítlauk, gulrót, sellerí og fersku kryddjurtirnar og steikið í olíunni í nokkrar mínútur, bætið svo hakkinu og þurrkaða kryddinu út í og brúnið. Bætið svo tómötunum, saltinu, sykrinum, lárviðarlaufunum og piparnum og svolitlu vatni út í, lokið og látið malla í 3 klukkutíma minnst.

Hitið mjólkina í litlum potti, bræðið smjörið og bætið hveitinu út í og hrærið svolítinn tíma saman. Hellið svo mjólkinni saman við og leyfið aðeins að þykkna, bætið þá ostinum út í og kryddið.

Takið stórt ferkantað eldfast fat og leggið lasagnað í þessari röð, ostasósa, lasagnaplötur, ostasósa, kjötsósa, parmigiano reggiano, lasagnaplötur, ostasósa osfrv. Endið á lasagnaplötum, setjið ostasósu efst og dreifið restinni af rifna mozzarellaostinum ofan á.
Inn í ofn við 200° í 20 mínútur. Gott að hafa salat með og hvítlauksbrauð ef vill.

Engin ummæli: