þessi uppskrift er heimatilbúin:
1 pk gott beikon
1 rauð paprika í bitum
1/2 gráðostastykki og annað eins af brauðosti
1 ds sýrður rjómi
smá sósuþykkjari (maízena)
pasta, helst þrílitir pennar (penne tricolori)
parmaostur
Pastað soðið eftir leiðbeiningum á pakka
Beikonið klippt í bita og steikt á pönnu. Tekið af pönnunni. Megninu af feitinni hellt af (ef einhver) og paprikan steikt á sömu pönnu. Líka tekið af pönnunni. Gráðosturinn og hinn osturinn bræddur, sýrða rjómanum hrært saman við og þykkt örlítið.
Sósunni hellt yfir heitt pastað, beikoni og papriku blandað saman við og nýrifnum parmaosti stráð yfir. Af þessu er mjög milt og fínt gráðostabragð, rétturinn er sérlega vinsæll af börnunum mínum (sem ekki líta við gráðosti í hreinustu mynd)
25. september 2007
19. september 2007
undir ítalskri sæng
Þetta er uppskrift úr sænsku vikublaði (minnti mig svolítið á þetta og vona nú að minnið hafi ekki brugðist mér algerlega...):
svínalundir (u.þ.b. 700 gr)
salt og pipar
olía til steikingar
125 g mozzarella
1 dl grilluð paprikka
1/2 basilíkuplanta
1/2 dl valhnetur
2 hvítlauksgeirar
1. Hreinsa lundirnar (fjarlægja himnur og svoleiðis), salta og pipra. Steikja lundirnar í olíunni þangað til þær fá á sig gullinn bjarma. Setja svo í 175° heitan ofn í u.þ.b. 15 mínútur.
2. Brytja mozzarellaostinn niður. Skera paprikkuna í teninga, hakka basilíkuna, hneturnar og hvítlaukinn. Blanda öllu saman. Salta og pipra. Ég jók nú magnið af þessu öllu saman af því mér fannst þetta svo lítið, en það var eiginlega óþarfi.
3. Sneiða lundirnar og leggja í eldfast mót. Hella gumsinu yfir og setja inn í 225° heitan ofn í u.þ.b. 10 mínútur. Ég hellti safanum sem kom af kjötinu yfir allt (af því ég hélt að þetta myndi verða svo þurrt) en ég hefði ekki átt að gera það því þetta varð heldur mikið sull. En það bragðaðist vel.
Við erum svo löt þessa dagana að við átum bara soðnar kartöflur með. Annars er mælt með baunabelgjum og ofnsteiktum kartöflum ...
svínalundir (u.þ.b. 700 gr)
salt og pipar
olía til steikingar
125 g mozzarella
1 dl grilluð paprikka
1/2 basilíkuplanta
1/2 dl valhnetur
2 hvítlauksgeirar
1. Hreinsa lundirnar (fjarlægja himnur og svoleiðis), salta og pipra. Steikja lundirnar í olíunni þangað til þær fá á sig gullinn bjarma. Setja svo í 175° heitan ofn í u.þ.b. 15 mínútur.
2. Brytja mozzarellaostinn niður. Skera paprikkuna í teninga, hakka basilíkuna, hneturnar og hvítlaukinn. Blanda öllu saman. Salta og pipra. Ég jók nú magnið af þessu öllu saman af því mér fannst þetta svo lítið, en það var eiginlega óþarfi.
3. Sneiða lundirnar og leggja í eldfast mót. Hella gumsinu yfir og setja inn í 225° heitan ofn í u.þ.b. 10 mínútur. Ég hellti safanum sem kom af kjötinu yfir allt (af því ég hélt að þetta myndi verða svo þurrt) en ég hefði ekki átt að gera það því þetta varð heldur mikið sull. En það bragðaðist vel.
Við erum svo löt þessa dagana að við átum bara soðnar kartöflur með. Annars er mælt með baunabelgjum og ofnsteiktum kartöflum ...
15. september 2007
Maískólfar í lauksósu
Þessi uppskrift, úr bókinni Curry Lover's Cookbook var prófuð hér í kvöld. Ekki annað um það að segja en að þetta var hrikalega mikið sælgæti. Þurftum að kaupa svolítið af kryddinu til að geta gert þetta, en nú eigum við það...
4 heilir maískólfar, teknir í tvennt (við notuðum frosna hálfa)
olía til steikingar
1 stór laukur
2 hvítlauksrif
5 cm biti af fersku engiferi (þorði ekki, notaði þurrkað)
1/2 tsk túrmerikduft
1/2 tsk laukfræ
1/2 tsk cuminfræ
1/2 tsk fimmkrydd (pae-lo krydd)
6-8 karrílauf (voru ekki til, henti bara smá karríi út í - ekki sama en gott samt)
1/2 tsk hrásykur
200 ml hrein jógúrt
chiliduft eftir smekk
Maukið lauk, hvítlauk, engifer og krydd í mixer, matvinnsluvél eða mortéli.
Steikið maískólfana við góðan hita í olíunni þar til þeir eru farnir að taka lit. Takið kólfana af pönnunni og kælið pönnuna örlítið. Meiri olía sett á pönnuna ef þarf (á að vera um 2 msk. eftir). Sú olía hituð og laukmaukið steikt rólega í 8-10 mínútur, þar til olían skilur sig frá og laukurinn hefur tekið kryddið vel í sig.
Kælið laukblönduna svolítið niður og hrærið jógúrtinni saman við. Setjið maískólfana aftur í sósuna, snúið þannig að þeir séu þaktir sósu eins og hægt er, setjið lok á pönnuna og hitið við mjög vægan hita í 10 mínútur.
Berið fram með naanbrauði og góðum bjór. Það er ekkert salt í uppskriftinni, við vorum með gott salt á borðinu, sumir vildu en aðrir ekki.
4 heilir maískólfar, teknir í tvennt (við notuðum frosna hálfa)
olía til steikingar
1 stór laukur
2 hvítlauksrif
5 cm biti af fersku engiferi (þorði ekki, notaði þurrkað)
1/2 tsk túrmerikduft
1/2 tsk laukfræ
1/2 tsk cuminfræ
1/2 tsk fimmkrydd (pae-lo krydd)
6-8 karrílauf (voru ekki til, henti bara smá karríi út í - ekki sama en gott samt)
1/2 tsk hrásykur
200 ml hrein jógúrt
chiliduft eftir smekk
Maukið lauk, hvítlauk, engifer og krydd í mixer, matvinnsluvél eða mortéli.
Steikið maískólfana við góðan hita í olíunni þar til þeir eru farnir að taka lit. Takið kólfana af pönnunni og kælið pönnuna örlítið. Meiri olía sett á pönnuna ef þarf (á að vera um 2 msk. eftir). Sú olía hituð og laukmaukið steikt rólega í 8-10 mínútur, þar til olían skilur sig frá og laukurinn hefur tekið kryddið vel í sig.
Kælið laukblönduna svolítið niður og hrærið jógúrtinni saman við. Setjið maískólfana aftur í sósuna, snúið þannig að þeir séu þaktir sósu eins og hægt er, setjið lok á pönnuna og hitið við mjög vægan hita í 10 mínútur.
Berið fram með naanbrauði og góðum bjór. Það er ekkert salt í uppskriftinni, við vorum með gott salt á borðinu, sumir vildu en aðrir ekki.
5. september 2007
Sólberjabaka frá Alsace
Þessi er árlegur viðburður eftir sólberjatínslu hér á bæ. Mmmmh
Fylling:
250 g fersk sólber (eða önnur ber að vild)
5 msk sykur
1 dl rjómi
1 egg
1 eggjarauða
deig:
50 g smjör
60 g sykur
1 egg
60 g hveiti (gæti þurft meira)
einnig:
1 msk flórsykur
smjör til að smyrja formið
1. Skolið berin og látið renna af þeim. Stráið yfir þau 3 msk af sykri (þarf ekki við minna súr ber). Hitið ofninn í 175°
2. Hrærið vel saman smjöri og sykri. Hrærið egginu saman við og bætið hveitinu síðast við.
3. Smyrjið bökuform, dreifið deiginu jafnt um formið og upp á kantana.
4. Þeytið afganginn af sykrinum, rjóma, egg og eggjarauðu saman í skál. Raðið berjunum á bökubotninn og hellið sykurblöndunni yfir.
5. Bakist um 40 mínútur í miðjum ofni. Látið kólna örlítið og sigtið svolítinn flórsykur yfir.
Fer vel með ís eða þeyttum rjóma
Fylling:
250 g fersk sólber (eða önnur ber að vild)
5 msk sykur
1 dl rjómi
1 egg
1 eggjarauða
deig:
50 g smjör
60 g sykur
1 egg
60 g hveiti (gæti þurft meira)
einnig:
1 msk flórsykur
smjör til að smyrja formið
1. Skolið berin og látið renna af þeim. Stráið yfir þau 3 msk af sykri (þarf ekki við minna súr ber). Hitið ofninn í 175°
2. Hrærið vel saman smjöri og sykri. Hrærið egginu saman við og bætið hveitinu síðast við.
3. Smyrjið bökuform, dreifið deiginu jafnt um formið og upp á kantana.
4. Þeytið afganginn af sykrinum, rjóma, egg og eggjarauðu saman í skál. Raðið berjunum á bökubotninn og hellið sykurblöndunni yfir.
5. Bakist um 40 mínútur í miðjum ofni. Látið kólna örlítið og sigtið svolítinn flórsykur yfir.
Fer vel með ís eða þeyttum rjóma
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)