hálf röspuð gúrka (þegar maður er búinn að raspa hana kreistir maður safann úr gumsinu)
2-3-4 dl hreint jógúrt (eftir smekk)
1 hvítlauksrif
safi úr hálfu læmi
smá chiliduft
ég poppa svo nokkur kumminfræ á snarpheitri eldavélarhellunni og myl þau yfir.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
snilld, svona á traffíkin að vera hérna! ég set alltaf kummin í raitu, annars mjög svipað, á einmitt svipaða uppskrift af kjúklingabaunakarrí nema nota kókosmjólk og ferskan engifer útí.
hvert kreistir maður safann úr gumsinu? í raituna eða fyrir utan hana?
Þessi er svolítið öðruvísi en mín, ég nota ekki límónusafa, hins vegar smá sykur. Örugglega gott að nota cuminfræ í staðinn fyrir duft.
Mín er svona:
ræta:
1/2 agúrka, gróft rifin og safinn pressaður úr
1 ds hrein jógúrt
1/2 tsk salt
1/4 tsk cumin
1/2 ds sýrður rjómi
1/2 tsk sykur
hrærið saman jógúrt, sýrðan rjóma, salt, cumin og sykur. Bætið agúrkunni saman við. Borið fram kalt
Skrifa ummæli