10. júlí 2006

grænmetistikka

það er eiginlega ekki til nein uppskrift .... bara ímyndunarafl ... og smá g&t
Það er hægt að nota hvaða grænmeti sem er og ef maður er í þannig skapi má alveg skella kjúkling saman við.

Ég nota mikið af kryddi. Mjög mikið.

Grænmeti (t.d. 6-8 kartöflur, 1 laukur, 2 lítil fennel, 2 gulrætur, 1 zuccini, 1/2 blómkálshaus, 1 paprikka, 1-2 rauð chili)
sex vel þroskaðir tómatar
nokkrar matskeiðar af tikkapeist, eða bara einhverju karrípeist
2-3 dl af hreinu jógúrti
kumminfræ
haldi/túrmerik/gúrkmeja
kóriander
sinnepsfræ
garam masala
1 dl vatn

Þessi uppskrift dugir fyrir 6-8 (og þá er smá afgangur daginn eftir)

Hita krydd í olíu og smjöri á pönnu. Steikja grænmeti í hollum og færa yfir í mjög stóran pott. Sulla peistinu og jógúrtinu yfir. Brytja tómatana í mjög litla bita og setja útí ásamt með smá vatni. Láta malla í klukkutíma.

Engin ummæli: