10. júlí 2006

kjúklingabaunakarrí

þetta er líka eftir mjög grófu minni

tvær dósir af kjúklingabaunum
ca. 400 grömm af hökkuðum tómötum úr dós (ekki nota eitthvað drasl með kryddi í ... ég var eitthvað utanvið mig þegar ég var útí búð og keypti eitthvað með ítölsku kryddi og hvítlauk ... viðbjóður!!!)
tveir stórir laukar
fjögur hvítlauksrif
engifer (u.þ.b. 1 teskeið, ég notaði eina matskeið)
kumminfræ eftir smekk
2 tsk haldi/túrmerik/gúrkmeja
1 tsk garam masala
1 tsk kóriander
1 tsk chiliduft

hita olíu og smá smjörklípu í meðalstórum potti (betra að nota ghee, náttúrlega), hita kummin,haldi,garam masala duglega og lækka hitann, svissa laukinn þar til hann er mjúkur, ekki brúnn ... bæta hvítlauk, engifer, kóriander, chili út í og svo kjúklingabaununum (muna að hella safanum af fyrst) og tómötunum.

láta malla á lágum hita í 15 mín, voilà!

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Sæl þið. Ég geri mjög svipaðan rétt en ég nota líka hnetusmjör og kasjúhnetur.
Kerla