30. apríl 2004

snilld snilld

gaman að detta inn í svonalagað :-)

er að hugsa um að deila með ykkur hinni gömlu góðu fjölskylduuppskrift: súrsætum kjúklingi

Súrsætur kjúklingur á la jömm jömm

3/4 dl smjör
1 1/2 dl saxaður laukur
1 1/2 dl söxuð græn paprika
1 1/2 dl saxaðar gulrætur
2 dl tómatsósa
2 msk edik
1 msk sojasósa
3 msk púðursykur
1/2 tsk hvítlauksduft
1 tsk salt
1/4 tsk pipar
1/4 tsk steytt engifer
1 lítil dós ananas + safi
1 kjúklingur, hlutaður sundur

Smjörið brætt á djúpri pönnu. Grænmetið steikt í smjörinu í 5 mínútur, án þess að brúnast. Bæta tómatsósu, ediki, sojasósu, púðursykri og kryddi við, og hita að suðu. Blanda ananasnum og sósunni saman við, og sjóða í 1-2 mínútur.
Raða kjúklingabitunum í eldfast form og hella súrsætu sósunni yfir. Hylja formið með álpappír, og baka við 200° í 20-30 mínútur. Taka lokið af forminu og baka áfram í 30 mín. Bera fram með hrísgrjónum

klikkar aldrei :-)

29. apríl 2004

þegar ég nenni ekki að elda

Þetta geri ég þegar ég nenni ekki að elda:

Sýð svosem eins og fjórar lúkur af penne rigatoni (pastarörum).

Mauka 1 mjög þroskaðan tómat, hálfan chili, slettu af ólífuolíu, slettu af balsamico ediki, hvítlauksrif, salt, grófan pipar, basilikum og origano í mixara þangað til þetta er orðið að svona þykkri sósu. Sundum set ég líka parmesanost.

Steiki nokkra sveppi, gulrót og lauk. Sulla tómatsósunni útá og læt malla smá.

Þetta dugir fyrir einn í kvöldmat og hádegismat daginn eftir.

asískur drottningarhafragrautur

af thví ad ég er svo stolt af ad fá ad vera med ykkur, thrátt fyrir léleg tilthrif vid eldavélina undanfarin 2 ár, langar mig ad deila med ykkur einni splúnkunýrri uppskrift úr asíueldhúsinu í trekt.

en fyrst thetta:

ég var doltid matvond sem krakki, en med auknum throska hef ég látid af matvendninni ... ad mestu leyti. ég er farin ad borda sveppi og ólífur og maísbaunir og finnst gott ad hafa raudvín í sósum eda sérrí í eftirréttinum, osfrv.
einhverra hluta vegna hefur mér thó ekki fundist ástaeda til ad taka hafragrautinn í sátt. mér bara fannst hann einu sinni vondur og hlýtur ad finnast enn. thó hef ég ekki átt í neinu basli med ad útbúa hafragraut fyrir hafragrautselskandi fjolskyldumedlimi.
en, batnandi manni er best ad lifa. nú hafa ordid tímamót í mínu lífi:
ég er farin ad borda hafragraut. mér finnst hafragrautur gódur. ég vil helst byrja hvern dag á thví ad borda hafragraut. en thad verdur ad vera helgarútgáfan, eda konunglegur hafragrautur ... í tilefni af drottningardegi í hollandi á morgun hlýtur hann nafnid drottningarhafragrautur og er svona:

1. grauturinn

haframjol og vatn (1 á móti 3)
pínu salt
meiri kanill

mallad vid lágan hita nokkra stund

slatti af rúsínum

nú er grauturinn klár

2. trikkid

krókant múslí
nidurskorinn banani
mjólk

grautarsletta í skálar (bangsapabbi faer risastóra, bangsamamma medalstóra og bangsi litli alveg mátulega)
múslíi og bananasneidum baett út á og mjólkinni hellt yfir

bordad af bestu lyst ...namminamm

Fyrsti í fjúsjón

Stína kallar þetta fjúsjón mat. Það má. Þetta er fyrir fjóra.

250 gr djúpfryst heil spínatblöð (pakkaspínat)

1 tsk múskat
salt
250 gr kotasæla
2 dl rifinn ostur

sósan
2 gulir laukar
200 gr sveppir
1msk olía
1 dós tómatmauk (eða heilir tómatar í dós eða eitthvað)
1 boulljon teningur með mynd af nauti
2 marin hvítlauksrif
10 grænar ólífur
1 msk þurr basilika
1 msk oreganó

6 lasagne plötur
1 dl mjólk


sko...


1. Þýðið spínatið (t.d. í örbylgjuofni) og blandið því svo saman við kotasæluna (bara í venjulegri plastskál). Kryddið með salti og múskati.

2. Hakkið lauk og sveppi og steikið "létt" upp úr olíu á pönnu. Blandið tómatmaukinu saman við og hvítlauknum auðvitað... -Látið malla í kannski 10 mínútur.

3. Bætið ólífunum við tómatsósuna, kryddið svo með basiliku og óreganói.


síðan...

4. Setjið sitt á hvað kotasælu/spínat og tómatsósuna í smurt ofnfast mót og setjið lasagne plötur á milli laga eða eftir smekk.
5. Setjið rifinn ost yfir. Og síðast, -en ekki síst... -hellið einum dl af mjólk yfir allt saman !

6. Inn í 225 gráðu heitan ofn í a.m.k 30 mínútur, -eða þangað til þetta lítur út eins og gott fjúsjón spínatlasagna.

28. apríl 2004

belgískt ofát

halló allir...

hér í belgíu er allt ad drukkna í súkkuladi... hef nú nettar áhyggjur af belganum.. getur ekki verid gaman í svebbnherberginu hjá honum fyrst hann tharf allt thetta sjúkkó ;)

En í tilefni veru minnar hér er hérna uppskriftin af súkkuladiköku daudans, sem er upprunalega komin frá Maggí en ég hef gert hana svo oft ad ég hef ekkert samviskubit yfir ad láta eins og hún sé frá mér komin...

200gr súkkuladi, helmingurinn 70%
200gr smjör
200gr sykur
1,5-2 dl hveiti (fer eftir rakastigi loftsins.. ekki djók, verdid ad treysta instinktinu)
4 egg
1 tsk lyftiduft

braedid saman súkkuladi og smjör og kaelid litillega
theytid saman sykurinn og eggin, baetid hveitinu og lyftiduftinu saman vid og svo smjör/súkkuladisullinu.
smyrjid springform (og setjid bökunarpappír nedst.. geekt gód hugmynd) hellid deiginu í og bakid vid 200 gr í 15 mín.

leyfid kökunni ad setjast adeins ádur en thid berid hana fram, hún er nebblega mjúk í midjunni. Berid fram heita med theyttum rjóma.. thessi kaka getur ekki klikkad!


smørrebrød

Ég er nú voðalega lítið fyrir smørrebrødet sko. Meika ekki þetta stanslausa rúgbrauð-með-mæjónesi-át. Reyni samt:

Hið næstum því fullkomna smurbrauð er rúgbrauð með grófri lifrarkæfu, súrri gúrku og smá sky (svona gelatínsull). Það er nefnilega ekki svo fullkomið af því að maður getur borðað svo mikið af því að maður fær ógeð.

Hið fullkomna smurbrauð er aftur á móti flóknara að gera því það tekur tvo daga. Fyrst steikir maður mjög fínskorinn lauk og 1/2 til heilan mjög fínskorinn chillipipar á pönnu með kjúklingalundum og salt og pipar. Þegar þetta er búið að steikja smá stund hellir maður einum til einum og hálfum dl af vatni og einni matskeið af hrásykri og einum dl af balsamico ediki yfir og lætur sjóða þangað til vökvinn er næstum því allur gufaður upp. Inn í ískáp.

Dagur 2:

Rista brauð. Smyrja. Salat, tómat (má vera sólþurrkaður), vorlauk, ristaðar furuhnetur og kjúklingabringurnar úr ískápnum. Best með ísköldum þýskum hveitibjór.

Fyrsta færsla

Nú hefst nýtt tímabil í norrænu samstarfi.