30. apríl 2004

snilld snilld

gaman að detta inn í svonalagað :-)

er að hugsa um að deila með ykkur hinni gömlu góðu fjölskylduuppskrift: súrsætum kjúklingi

Súrsætur kjúklingur á la jömm jömm

3/4 dl smjör
1 1/2 dl saxaður laukur
1 1/2 dl söxuð græn paprika
1 1/2 dl saxaðar gulrætur
2 dl tómatsósa
2 msk edik
1 msk sojasósa
3 msk púðursykur
1/2 tsk hvítlauksduft
1 tsk salt
1/4 tsk pipar
1/4 tsk steytt engifer
1 lítil dós ananas + safi
1 kjúklingur, hlutaður sundur

Smjörið brætt á djúpri pönnu. Grænmetið steikt í smjörinu í 5 mínútur, án þess að brúnast. Bæta tómatsósu, ediki, sojasósu, púðursykri og kryddi við, og hita að suðu. Blanda ananasnum og sósunni saman við, og sjóða í 1-2 mínútur.
Raða kjúklingabitunum í eldfast form og hella súrsætu sósunni yfir. Hylja formið með álpappír, og baka við 200° í 20-30 mínútur. Taka lokið af forminu og baka áfram í 30 mín. Bera fram með hrísgrjónum

klikkar aldrei :-)

Engin ummæli: