29. apríl 2004

þegar ég nenni ekki að elda

Þetta geri ég þegar ég nenni ekki að elda:

Sýð svosem eins og fjórar lúkur af penne rigatoni (pastarörum).

Mauka 1 mjög þroskaðan tómat, hálfan chili, slettu af ólífuolíu, slettu af balsamico ediki, hvítlauksrif, salt, grófan pipar, basilikum og origano í mixara þangað til þetta er orðið að svona þykkri sósu. Sundum set ég líka parmesanost.

Steiki nokkra sveppi, gulrót og lauk. Sulla tómatsósunni útá og læt malla smá.

Þetta dugir fyrir einn í kvöldmat og hádegismat daginn eftir.

Engin ummæli: