19. júní 2004

pasta með klettasalati

var með klettasalatspasta í gær, mjög einfalt, soðið spagettí. 100 g klettasalat soðið með síðustu 5 mín, á meðan steiktir 1-2 piparbelgir og slatti af hvítlauk við vægan hita. borið fram með helling af nýrifnum parmaosti. þetta var bara alveg ljómandi gott, fíngert ekki of afgerandi bragð, piparinn var orðinn sætur og alls ekki sterkur, börnin gleyptu þetta í sig og vildu meira.

annars á ég eftir að prófa afturendasítrónukjúklinginn, þó er bjórdollukjúlli fyrr á dagskránni. gætum þurft að gera hann heima hjá hallveigu, þar sem maður þarf lok á grillið fyrir hann :-)

Engin ummæli: