27. desember 2011

rósmarín- og hvítlaukspasta

Þessi sló í gegn hjá okkur, fyrir utan svolítið smjör er hann fullkominn til að vega upp á móti öllum steikunum.

Upprunaleg uppskrift hér.

6 msk smjör
2 meðalstórir laukar, fínt saxaðir
6 hvítlauksrif, fremur gróft söxuð
1 bolli kjúklingasoð
2 msk saxað ferskt rósmarín
500 g spakettí (á myndinni sem fylgir upprunalegu uppskriftinni er skrítnasta spakettí sem ég hef séð)
salt og pipar
nýrifinn parmaostur

Bræðið 4 msk af smjörinu á pönnu við vægan hita. Brúnið laukinn vel (um 10 mínútur). Bætið hvítlauk saman við og steikið áfram í 2 mínútur eða svo. Setjið kjúklingasoð og rósmarín saman við, hækkið hitann og sjóðið niður um þriðjung (5-6 mínútur hjá mér).

Á meðan, sjóðið spakettíið skv leiðbeiningum á pakka.

Þegar hvort tveggja er soðið, hellið pastanu í skál, setjið restina af smjörinu saman við ásamt parmaosti, hrærið þar til bráðið. Sósan fer saman við og njótið.

2 ummæli:

Herdis sagði...

ég eldaði þetta um daginn, alveg dásamlegt! Fann reyndar ekkert ferskt rósmarín í búðunum hér í Berlín en notaði bara ótæpilega af þurrkuðu í staðinn. Mjög gott og ótrúlega drjúgt líka. Takk!

Hildigunnur sagði...

Frábært :)