nei, ég er nú ekki að tala um 14 ára gamla hænu, bara kjúklingaréttinn sem við buðum upp á í fermingarveislunni miklu um daginn. Þekktur réttur, margir prófað en ef ekki...
Kjúklingalæri, steikt í stutta stund á pönnu.
1 p rjómi
1 dl aprikósumarmilaði
1-1 1/2 dl barbekjúsósa (Hunt's Original)
1/2 dl sojasósa
smá púðursykur
allt hrært saman í potti við smá hita
hellt yfir kjúklinginn
steikja í ofni við 180-200 í 1 klst
berist fram með hrísgrjónum og góðu salati að eigin vali.
Einu sinni sem oftar, þegar við vorum að kaupa inn fyrir þennan rétt var Freyja með okkur í búðinni. Jón kallar yfir til mín hvort við eigum barbekjúsósu. Freyja hváir við: BARBÍKJÖTSÓSU???
17. maí 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
þetta getur ekki átt að vera bara eitt kjúklingalæri... Hvað notarðu mörg?
svona jafnmörg og familían borðar, fyrir okkur fimm eru tveir pakkar með 8 lærum yfirdrifið en einn ekki nóg. Í fermingarveislunni - úff, ég vil ekki einu sinni hugsa um allt það kjúklingakjöt...
Skrifa ummæli