Lofaði þessum víst á blogginu:
Nokkrir kjúklingabitar (ekki bringur)
15 g smjör
salt og pipar
1 lítill laukur, skorinn í teninga
100 g. rifsber
2 dl kjúklingasoð
1-2 tsk púðursykur
1/2 dl rjómi (má vera kaffi- eða matreiðslurjómi)
1 tsk maízena
Brúnið kjúklingabitana vel á heitri pönnu í smjörinu. Kryddið með salti og pipar (pipri?) Takið kjúklinginn af pönnunni og steikið laukinn. Setjið kjúklinginn aftur í pönnuna ásamt rifsberjum og soði. Látið malla undir loki í 35-40 mínútur eða þar til kjúklingurinn er fulleldaður. Takið bitana af pönnunni og haldið heitum. Hrærið saman rjóma og maízena og þykkið sósuna með blöndunni (í uppskriftinni er talað um að sía soðið í annan pott og þykkja þannig en mér finnst bara fínt að hafa laukinn og berin áfram í sósunni). Smakkið til með púðursykri, salti og pipar.
Berist fram með hrísgrjónum og góðu salati. Ekki verra að hafa líka gott hvítvín með. Mmmm!
5. september 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
Berist? Af sjálfu sér? Af kokkinum? Miðmynd eða þolmynd? (sjitt hvað er erfitt að vera málfræðingur)
Er þessi uppskrift úr Familiejournalen? Hún hljómar voða dönsk.
jamm, FamJourn var það.
hlustiggjáida röfl ;-)
Við prófuðum þessa í gærkvöldi - rosalega góð! Takk Hildigunnur fyrir ábendinguna. :)
Skrifa ummæli