8. maí 2005

af barnum

Ok ég veit að þetta er frekar mikið "two years ago" en Norðmenn eru frekar mikið tveim árum á eftir og kalúað var búið úr barnum svo ég varð að grípa til minna ráða svo einslítra rommflaskan sem ég var nýbúinn að opna myndi ekki byrja að skemmast:

MOJITO!!!!!!!

Það hefði kannski verið auðveldara að fara í mónópólið og kaupa kalúa heldur en að fara þrjár ferðir út í búð (sódavatn, sykur, læm) ... en úrþvíað ég var búinn að taka ákvörðunina varð að framkvæma hana. Fyrst þessi sem ég gerði, á eftir eitthvað sem á að vera besta mojito í heimi (frá einhverjum bar í Ósló, birt í Dagbladet), en það er einhvað læmdjússull í því svo ég trúi því nú varla að það sé gott, þar að auki er allt í sentilítrum í uppskriftinni en ég kann bara að mæla í desilítrum

mörg myntublöð (ég notaði piparmyntu, en maður á að nota spearmint, það er meira bragð af henni), 1 ms (hvítur) sykur og 1/4 lime í þunnum sneiðum marið saman í glasi lengi svo sykurinn leysist upp og myntan fari öll í kássu
Massi af kurluðum klaka ofaná + 1/2 dl af rommi (hvítt) og fyllt upp með sódavatni

Uppskriftin úr Dagbladet:

handfylli af myntulaufum
2 ts sykur
3 cl læmdjús
4 cl hvítt romm
sódavatn

Mynta, sykur og læmdjús marið/hrært saman í glasinu þangað til það kemur sterk lykt af myntunni, klakakurl og rommi bætt í og hrært og smá sódavatn útí. Svo á maður víst ekkert að vera að skreyta þetta með regnhlíf, en ef maður vill hafa grísaveislustemningu, finnst mér það bara allt í lagi!

Engin ummæli: