þessi kaka/desert er snilld.  Kaupum stundum brúna matarbanana (hmm, eru bananar einhvern tímann ekki matur?) bara fyrir hana:
200 g möndlur
200 g suðusúkkulaði
4 vel þroskaðir bananar 
(ef vill, einn fallegur, til skrauts)
100 g smjör
150 g sykur
3 egg, aðskilin
1.  Fínsaxið eða malið möndlurnar og súkkulaðið. Skerið bananana fjóra í teninga.
2.  Þeytið saman smjör og sykur þar til létt og ljóst
3.  Blandið eggjarauðunum, rifnu súkkulaði, möndlum og banönum út í deigið
4.  Stífþeytið eggjahvíturnar og blandið þeim varlega saman við deigið
5.  Setjið blönduna í eldfast mót og bakið í 225° heitum ofni í 30 mínútur, hafið mótið í miðjum ofninum.
6.  Skerið einn banana í sneiðar og skreytið.
Óhemju gott, heitt með ís...
5. febrúar 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
 
Engin ummæli:
Skrifa ummæli