
Nú fæst chitarrapasta í Frú Laugu, húrra!
1,25 kg lambakjöt
1 1/4 bolli hvítvín
salt og nýmalaður pipar
1 bolli jómfrúrólífuolía
4 hvítlauksrif, léttpressuð með hnífsblaði
5 lárviðarlauf
1 kíló tómatar, afhýddir og grófsaxaðir eða 2 dósir tómatar
6 stórar paprikur, (blandaðir litir) skornar í ræmur (við notum nú minna, tvær í dag)
2 bollar gott soð
650 g gítarpasta/spakettí
fullt af nýrifnum parmaosti
Skerið hluta lambakjötsins í fallega bita og hakkið afganginn. Skolið kjötið upp úr víninu (geymið vínið) og kryddið með salti og pipar. Hitið olíuna í stórri þykkbotna pönnu og steikið hvítlaukinn og lárviðarlaufin við meðalhita. Takið hvítlaukinn upp úr þegar hann hefur brúnast og bætið kjötinu og hakkinu á pönnuna og brúnið. Hellið víninu saman við og sjóðið niður. Takið lárviðarlaufin úr pönnunni og hendið þeim. Bætið tómötunum (með safa ef notið niðursoðna) og paprikustrimlunum á pönnuna. Kryddið með salti og pipar og setjið lok á pönnuna. Sjóðið við lægsta hita í 2 klst, hrærið af og til. Fylgist vel með réttinum og bætið soði við ef hann lítur út fyrir að vera að þorna.
Berið fram með pastanu og parmaostinum.
verðykkuraðgóðu.