26. október 2005

Nett norðurAfríkulegur kjúlli í römertopf..

Kjúklingur (1 heill eða bringur 900g)
grænar ólífur (lítil krukka)
capers (hálf lítil krukka)
sveskjur (ca 200g)
rauðvínsedik 3/4 dl
ólífuolía 1og1/2 dl
salt og pipar
00000000000000000

Best að setja í eldfastmót með loki! Römertopf virkar ýkt vel. Rúmur klukkutími á rúmum 200 gráðum. Kúskús með. Fékk þetta hjá Huldu og Gauta, c.a. svona.. Er búin að elda þetta lonogdon síðan ;) Sveskjurnar verða ýkt jummí. Ekki spara þær. Magnið af ólífum og capers fer líka bara eftir smekk.

Mæli með pinotage þrúgunni frá S-Afríku með ;) Douglas Green er t.d. rosa góð!

ööööööööööööööööööööööööö
Auglýsi eftir Marokkóskum og fleiri N-Afríku inspíreruðum réttum!

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

borða strákarnir þetta Stína? fyndna barnið has a problem með ólívur nebbla..

Kristin sagði...

Balli bumba borðar ólívur og étur yfir sig af sveskjum en ekki Jón. Jón elskar kúskús og kjúlla. Hann leifir þá bara rest..