15. mars 2009

kanadískar pönnukökur

eða geta amrískar ekki alveg eins verið frá Kanada eins og BNA?

Þessar eru reyndar eiginlega breskar - allavega er uppskriftin niðurskrifuð af Nigellu hinni ofurbresku.

Amerískar pönnukökur

2 bollar hveiti
3 bollar súrmjólk
2 stór egg
1 msk sykur
1/2 tsk salt
2 tsk lyftiduft
1 tsk matarsódi
4 msk smjör, brætt

Hitið ofninn til að halda pönnukökunum heitum. Blandið þurrefnunum saman og bætið í eggjum, súrmjólk og kældu smjörinu. Hrærið vel en það eiga að vera litlir hveitikekkir í deiginu. Smyrjið þykkbotna pönnu lítillega með bræddu smjöri og steikið pönnukökurnar og setjið þær á disk í ofninum meðan á steikingu stendur. Notið uþb hálfan bolla af deigi í hverja köku, steikið 3-4 kökur í einu. Steikið í uþb 2 mínútur á hvorri hlið eða þar til loftbólur byrja að myndast í deiginu.
Berið fram með beikoni, eggjum og hlynsírópi, eða jarðarberjum, banönum og sírópi.