14. desember 2007

jólajóla

Gerði þessar og lagaði þær aðeins til til að þær væru aaaðeins skárri í heilsupakkanum ;)

rosalega góðar!


Appelsínusúkkulaði smákökur

100 gr muscovado sykur (ljós púður.. ég nota nú bara frá kötlu, í upprunalegri uppskrift 150 gr)

100 gr hrásykur (upprunalega 50 gr)

250 gr mjúkt smjör

275 fínmalað spelthveiti (hér er í upprunalegu uppskriftinni hvítt hveiti og þá 300 gr)

4 msk mjólk (ef notað hveiti þá 2 msk) í uppskrift stendur ný en ég nota nú bara létt

50 gr pekanhnetur gróft saxaðar

175 gr gróft saxað orange suðusúkkulaði

Forhitið ofninn í 160°. Hrærið vel saman smjör og sykur, bætið hveiti og mjólk saman við og hrærið vel saman, og hrærið svo að lokum saman við hnetum og súkkulaði.

Setjið teskeið af deigi fyrir hverja köku, best er að nota tvær skeiðar. Passið að hafa nóg bil á milli þar eð þær leka töluvert út. Fletjið deigið létt út með blautum fingrum. Bakið í 15-20 mínútur ofarlega í ofninum.