26. maí 2004

hafði

paelo í kvöld, hörkugóður en segðu mér kristín, sýður maður réttinn með eða án loks? notaði lok og fannst þetta full bragðlítið.

sá minnsti (4 ára) borðaði með bestu lyst en sú 8 ára fitjaði upp á trýnið. það er reyndar mjög erfitt að fá hana til að borða framandlegan mat, þannig að það var ekki skrítið.

18. maí 2004

Áskorun tekið 2004.is

Saffran -fæst í apótekinu !!
Lussebullar ca 40 stk.


50 gr ger
200 gr smjör
5 dl mjólk
2 pakkar saffran
2 dl sykur
1/2 tsk salt
14-15 dl hveiti
1 egg
rúsínur

1. Bræða smjör við lágan hita í potti
2. Hella mjólkinni í pottinn og hita þangað til þetta er orðið volgt.
3. Bæta saffran í pottinn
4. Hella heitri mjólkurblöndunni yfir gerið (í rúmgóða skál) svo það leysist upp.
5. Bæta við sykri, salti og hveiti. Hnoða í höndunum þar til deigið er orðið "mjúkt og hvítt"
6. Láta deigið hefast í 40 mínútur.
7. Búa til lusseboller úr deiginu, setja þær á bökunarpappír á ofnplötu,
8. Láta bollurnar hefast aftur í 40 mínútur. Setja ofninn á 225.
9. Pensla með hrærðu eggi, setja rúsínur í bollurnar og svo allt saman inn í ofn í 8-10 mín.
10. Smaklig maltid....


14. maí 2004

áskorun

Ég skora hér með á sænska hluta brallsins að koma með góða uppskrift að saffranbollum.

Ég veit að Lúsíumessan er í desember, en mig vantar allillskyggilega svona uppskrift.

8. maí 2004

fiskur DAUÐANS!! (já, eða fiskur í ostasósu..)

þessi fiskréttur er sko svo svaðalega góður að ég hef varla eldað annan fisk síðan ég prófaði hann fyrst.. þó hann geti nú seint talist heilsufæði ;)

uppskriftin passar fyrir þrjá, þannig að breytið og bætið eftir þörfum..

400 gr hvítur fiskur (ýsa, þorskur, hlýri eða eitthvað þesslags)
4 meðalstórar kartöflur, afhýddar og skornar í bita
2 gulrætur skornar í bita
1/4 blómkálshaus rifinn í greinar
1/2 græn papríka smátt söxuð
30 gr smjör
salt og pipar

1 dl mjólk
60 gr humarsmurostur
60 gr rjómaostur með kryddblöndu
1/2 teningur fiskikraftur

75 gr rifinn ostur

steikið kartöflur, gulrætur og blómkál í smjörinu í 4-5 mínútur. Skerið fiskinn í sneiðar og raðið ofan á, saltið og piprið eftir smekk. Dreifið papríkunni ofan á.
Blandið saman með mixara eða með því að hita saman í potti humarostinn, rjómaostinn, mjólkina og fiskikraftinn. Hellið yfir fiskinn og setjið svo ostinn yfir og bakið í 200 gr heitum ofni í 40 mínútur.

Þetta er algjör snilld.. grænmetið sýður í ostasósunni og verður ÞVÍLÍKT bragðgott, sérstaklega kartöflurnar.

Þessi uppskrift kemur frá snillingunum úr kennaraeldhúsi Flataskóla þar sem mamma var að kenna, þó ég sé nú aðeins búin að laga hana að mínum smekk, minnka vökvann og auka ostinn osfrv ;)
Á fleiri góðar frá þeim, t.d. skyr-ýsu sem er líka algjört æði.. gæti hent henni hér inn við tækifæri :)

7. maí 2004

Kjötbollur DAUÐANS!!

Þetta eru sko kjötbollur í lagi.. en af því að ég er svo löt fáiði bara link ;)

Nigellubollur...

kjötbollukveðjur úr Fossvoginum..

6. maí 2004

ef þetta er ekki fúsjón má ég hundur heita

Það kemur stundum fyrir að ég kaupi tilbúna frosna pítsu í pakka í SuperBrugsen. Þetta eru svona ameríkanskar pitzur með þriggja sentimetra þykkum botni og ógeðslegar á bragðið.

Ég keypti mér svona pitsu í gær og bakaði í ofninum. Svo smurði ég hana með þykku lagi af rótsterku Mango Chutney. Hún varð ekki skárri af því. Bara svo þið vitið af því...

4. maí 2004

fljótlegt

hér kemur minn fljótlegi réttur, þó ég geti nú ekki slegið helgu út í þeim pakka

Eldsnöggt spaghettí:

Sjóðið spaghettí

á meðan á suðu stendur:

klippið einn pakka af beikoni í ræmur, steikið á pönnu við vægan hita (á ekki að verða stökkt)

hellið einni krukku af salsasósu út á beikonið og hitið að suðu

rífið fullt af parmiggiano yfir pastað þegar það er soðið

hellið sósunni út á

mmmm!

3. maí 2004

Eina kjötbollusósan með viti

Undirbúningstími:10 sek
Réttur þessi ætti að vera tilbúinn á innan við mínútu og það tekur mig sjaldnast lengur en aðra mínútu að torga honum.

Blandið saman við vægan hita á pönnu 1 dl Chili sósu og 1/2 dl af rifsberjahlaupi. Hellið kjötbollum frjálslega á pönnuna. Tilbúið.